Við vonum að þú njótir dvalarinnar á ferð þinni um Suðurlandið. Við kappkostum að veita þér frábæra upplifun í fallega hönnuðum herbergjum okkar, sem eru umkringd fallegu útsýni.
Veitingastaðurinn Ósinn er staðsettur á Hótel Höfn og er einn af bestu veitingastöðum svæðisins. Með ríkri áherslu á staðbundið, fyrsta flokks hráefni, góðan mat og vinalega þjónustu munu viðskiptavinir upplifa ekta íslenska matargerð. Ósinn býður upp á mikið úrval rétta, allt frá langreyði yfir í pizzur.
Höfn er sjávarþorp við þjóðveginn og býr yfir einstöku útsýni yfir Vatnajökul. Á Höfn er fjölbreytt afþreying í boði og hægt að fara í ýmsar ferðir til að skoða áhugaverð svæði í grenndinni.
Við erum reiðubúin að aðstoða með allar þær spurningar sem þú gætir haft. Ekki hika við að hafa samband!