Hótel Höfn

Um okkur

Systurnar Svava og Ólöf Sverrisdætur og eiginmenn þeirra, Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson, voru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Hornafirði. Þau byggðu Hótel Höfn af mikilli framsýni og myndarbrag. Hótelið var tekið í notkun að hluta

1. október 1966 og að fullu 17. júní árið síðar.


Á árunum 1995-2015 var hótelið rekið af ýmsum aðilum en nýir eigendur tóku við rekstrinum 2016 og hafa lagt mikinn metnað í að gera hótelið upp. 

Morgunverður


Við erum stolt af morgunverðinum okkar þar sem boðið er upp á fjölbreytt og girnilegt hlaðborð. Bakað er á staðnum og er tilvalið að njóta morgunverðarins með jöklaútsýninu. 

Vegna Covid-19 höfum við neyðst til þess að breyta starfsemi okkar veturinn 2020-2021. Breytingin hefur áhrif á morgunmatinn okkar.


Frá og með 1.október 2020 verður aðeins boðið upp á morgunverðarhlaðborðið okkar á laugardags- og sunnudagsmorgnum en verðum með morgunverðar nestisbox aðra daga. 


Notalegt og fallegt


Miklar endurbætur hafa átt sér stað frá því nýir eigendur tóku við rekstri Hótels Hafnar 2016. Þeim lauk vorið 2018 og eru nú öll 68 herbergi hótelsins uppgerð. Þau eru 12-18 fermetrar að stærð, falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Halla Bára Gestsdóttir innanhúshönnuður hafði veg og vanda af endurbótum á Hótel Höfn og hönnun nýrra herbergja.



Engin lyfta er á hótelinu en við hjálpum gestum gjarnan að bera farangur inn á herbergin.


Umhverf-

stefna

Á Hótel Höfn erum við staðráðin í gera það sem við getum í umhverfismálum enda land okkar þekkt fyrir hreina og ósnorta náttúru. Stefna okkar er að koma fyrirbyggjandi aðgerðum inn í okkar vinnu umhverfi, með það markmið að vernda og viðhalda umhverfinu fyrir komandi kynslóðir.


Okkar markmið og aðgerðir eru :


  • Við fylgjum lögum og reglum hvað varðar umhverfismál og reynum eftir bestu getu að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir og ganga lengra í þeim málum sem hægt er og á við.
  • Lágmarka og endurvinna allt sorp og forðast umfram úrgang þegar við meðhöndlum hráefni og umbúðir.
  • Draga úr matarsóun og auka endurvinnslu.
  • Notum staðbundnar vörur eins og hægt er en leggjum einnig mikla áherslu á að nota íslenskt hráefni og vörur.
  • Notum lífrænar og umhverfisvænar vörur við hreinsun þegar mögulegt er.
  • Draga úr pappírsnotkun og endurnota þegar þess gefst kostur.
  • Upplýsum gesti um umhverfisstefnu hótelsins og hvernig þeir geta tekið þátt.
  • Förum vel með auðlindir landsins og hvetjum starfsmenn og gesti okkar til að gera það sama.
  • Flokkum sorp og er það bæði aðgengilegt og auðvelt fyrir starfsmenn og gesti.
  • Hvetjum starfsfólk okkar til að velja umhverfisvæna flutningsmáta.
  • Fræðum starfsfólk og gesti um umhverfismál og hvetjum til umhverfisvitundar.


Share by: