Hótel Höfn er á frábærum stað og umvafið fegurð jökla og fjalla. Á hótelinu eru 68 herbergi, 12-18 fermetrar að stærð, falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Fegurðin er við Hótel Höfn og árstíminn skiptir ekki máli. Hið magnaða jöklaútsýni yfir Vatnajökul með allri sinni litadýrð er engu líkt.
Sjáðu sólina setjast fyrir aftan jökulinn yfir sumartímann eða njóttu norðurljósanna í endurskini hans á veturna. Fjölmargir útivistarmöguleikar eru í boði á svæðinu, t.d. jöklagöngur, íshellaferðir, ísklifur, bátsferðir, kayakferðir o.fl.
Herbergin eru falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Við notum sápur frá Sóley, sem eru lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru.
Herbergin á Hótel Höfn eru 12-18 fermetrar að stærð. Engin lyfta er á hótelinu en við hjálpum gestum gjarnan að bera farangur inn á herbergin.
Falleg og stílhrein herbergi með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Við notum sápur og shampó frá Sóley, lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru.
Falleg og stílhrein herbergi með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Við notum sápur og shampó frá Sóley, lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru.
Falleg og stílhrein herbergi með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Við notum sápur og shampó frá Sóley, lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru.
Í nóvember bjóðum við upp á tvenns konar tilboð fyrir gesti Hótel Hafnar.
Tilboð 1 | 1 nótt fyrir 2 með 3ja rétta kvöldverð 44.700 kr / Einsmanns herbergi 29.600 kr
Tilboð 2 | 2 nætur fyrir 2 með 3ja rétta kvöldverð annað kvöldið á 67.800 kr / Einsmanns herbergi 47.500 kr
Við erum stolt af morgunverðarborðinu okkar. Þar bjóðum við upp á fjölbreytt og girnilegt hlaðborð og bökum jafnframt allt á staðnum.
Gæddu þér á ljúffengum hornfirskum humri eða prófaðu aðra girnilega rétti á matseðlinum okkar. Veitingastaðurinn Ósinn er á Hótel Höfn og leggur áherslu á fyrsta flokks hráefni, góðan mat og notalega þjónustu.
Innskráning hefst kl. 16:00
Útskráning er kl. 11:00
Erum með opna móttöku allan sólahringinn
Einstaklingsbókanir (1-4 herbergi): Ef afbókun á sér stað innan 7 daga fyrir komudag, verður afbókunargjald fyrir eina nótt gjaldfært á kreditkortið sem gefið var upp við bókun.
Hópbókun (5+ herbergi): Ef afbókun á sér stað innan fjögurra vikna fyrir komudag, verður afbókunargjald fyrir eina nótt gjaldfært á kreditkortið sem gefið var upp við bókun.
Mætir ekki: Ef gestur mætir ekki, verður fullt verð fyrir bókun gjaldfært með kreditkortinu sem gefið var upp við bókun.
Barn sem er yngra en 6 ára dvelur án greiðslu þegar notað er rúm sem er þegar til staðar á herberginu.
Hægt er að óska eftir barnarúmi fyrir smábörn og án endurgjalds.
Aukarúm er í boði gegn gjaldi.
Hámarksfjöldi aukarúma / barnarúma í herbergi er 1 og er aðeins í boði inn á DBL / TWIN og SUP herbergi.
** Það er ekki mögulegt að hafa aukarúm í TRPL herbergi eða SGL herbergi. **
Visa, Euro/Mastercard, Maestro, Visa Electron, AMEX, Diners Club, JCB,
Það er stórt bílastæði fyrir framan aðalbygginguna okkar og einnig eru rúmgóð bílastæði fyrir framan hinar byggingarnar. Fötluðum gestum er frjálst að nota afmarkað bílastæði sem er í boði fyrir framan aðalbygginguna.
Allir gestir Hótelsins leggja án endurgjalds.